George átti við sama vanda að stríða og Ringo, að eiga erfitt uppdráttar eftir að bítlinu lauk. Til er frægt viðtal við George, tekið um það leiti sem fárið var að byrja þar sem hann taldi þá vonandi duga í fjögur ár. Þetta var 1963. Bæði Paul og John töluðu um hversu flinkur George væri á gítar. Hins vegar voru þeir ekkert áfram um að lofa honum að setja lög á plötur. Áhrifanna gætir samt bak við tjöldin. Þannig kom hann með sterk frá Dylan og þjóðlagarokki ekki síst á Rubber Soul og Revolver plötunum, - sem mér þykja langbestu plötur safnsins þeirra. Hann færði þeim indversk áhrif og víða má heyra hárfínan gítarleik hans s.s. í lögum eins og Nowhere man og Till there was you.
Engu að síður átti hann líklega flottasta lag þeirra sem er Something.
Eftir að bítli lauk gaf hann út tvöfalda plötu, - All things must pass, svona eins og til að undirstrika hvernig hann var sniðgenginn. Sú plata er ekki mjög þétt eða myndar ekki góða heild. Þar eru engu að síður lög eins og My sweet lord og lag Dylans If not for you.
George lagði hönd á margt næstu ár en gekk illa að fóta sig sem sólólistamaður. Þrátt fyrir nokkur góð lög voru þau fleiri sem ekki skoruðu hátt. Merkustu afrekin eru t.d. tengd kvikmyndaútgáfu en Monty Python tókst víst nánast að gera hann gjaldþrota.
Lang merkasta framtakið var þó að skipuleggja tónleikana fyrir Bangla Desh en þeir voru settir upp með stuttum fyrirvara og tókust mjög vel.
Plöturnar hans voru þessar:
1968 Wonderwall Music
1969 Electronic Sound
1970 All Things Must Pass
1971 The Concert for Bangladesh
1973 Living in the Material World
1974 Dark Horse
1975 Extra Texture (Read All About It)
1976 Thirty Three & 1/3
1976 The Best of George Harrison
1979 George Harrison
1981 Somewhere in England
1982 Gone Troppo
1987 Cloud Nine
1989 Best of Dark Horse 1976–1989
1992 Live in Japan
Sérstæður luti ferilsins var þegar hann gekk til liðs við Jeff Lynne, Roy Orbison, Tom Petty og Bob Dylan og stofnaði bandið Traveling Wilburys. Þeir hljóðrituðu tvær plötur. "Wilburys" var afbökun af orðalagi sem Harrison and Lynne notuðu við upptökur á Cloud Nine.Þeir sögðu, þegar eitthvað bilaði: "We'll bury 'em in the mix". Bandið var fyrst og síðast léttur sprettur og lagavalið var blendið. Þó eru þar skemmtilegir bútar. Plöturnar tvær heita:
1988 Traveling Wilburys Vol. 1
1990 Traveling Wilburys Vol. 3
George Harrison lést úr krabbameini 29. nóvember 2001. Ári síðar voru haldnir stórtónleikar til minningar um hann sem fjallað er um annars staðar. Minning hans lifir í friðsælu lífsviðhorfi, baráttu fyrir góðum málum og mörgum góðum lögum. Síðast en ekki síst þó í þeim þáttum þar sem hann var maðurinn bak við tjöldin á plötum The Beatles.
Hvernig gerði Monty python hann nánast gjaldþrota?
SvaraEyðaJá og ps- Kick ass blogg!
SvaraEyðahann fjármagnaði fjölda lélegra bíómynda sem enginn nennti að sjá.
SvaraEyðahaha I see!
SvaraEyða