29.3.09

Hvað kostar dóp?

Þessa dagana er verið að sópa upp hassplöntuverksmiðjum. Eins og áður er stærð glæpsins oft metin í peningum. Hversu mikið er söluverðmæti fíkniefnanna?
Ég veit ekki hver tilgangur fjölmiðlanna er. En ég held að þessar talnaupplýsingar geri fátt annað en að sýna gróðavænlegheit málsins. Ef hagnaðurinn er svo mikill hverju er þá tapað þó einn og einn smyglari eða fabrikka náist?

Ég spyr mig hins vegar hvort ekki væri rétt að snúa þessu við? Hversu mörg grömm af hassi þarf til að eyðileggja líf unglings, foreldra hans og nánustu ættingja? Hversu mörg grömm af kókaíni þarf til að eyðileggja heila sæmilega greinds einstaklings? Hversu margar sýktar nálar þarf til að sýkja fólk af lifrarbólgu og alnæmi? Hve mikið heróín þarf til og hve miklum skuldum þarf dópisti að safna til að handrukkarar eyðileggi líf hans og nánustu ættingja til langrar framtíðar? Hversu mörg innbrot þarf fíkill að fremja til að standa undir neyslu sinni? Á hvaða stigi niðurbrots er hægt að snúa honum við eða þarf að bíða þar til botni er náð og hann er búinn að eyðileggja sig, börn sín, maka, foreldra og aðra?

Ég bara spyr...

1 ummæli: