18.3.09

Hvers vegna stjórnlagaþing?

Þessa dagana standa miklar umræður um stjórnlagaþing. Vor elskaði verkstjóri ríkisstjórnar mun hafa svarað því til að stjórnlagaþingið ætti að fjalla um mál sem þingið hefði ekki getað tekist á um. (sjá t.d. http://www.mbl.is/mm/frettir/kosningar/2009/03/10/pukrast_med_breytingar_a_stjornarskra/).
Hvers vegna getur þingið ekki afgreitt málið? Er þinghúsið erfitt? Stólarnir vondir? Þingmenn of fáir? Þingmenn ekki hæfir?
Hér á landi er þingræði sem þýðir að þingið skipar ríkisstjórn. Þessi útvaldi hópur er kosinn og fær vinnuaðstöðu og ýmis fríðindi til að sinna starfi sínu. Ef þinghúsið er vont má þá ekki funda í ráðhúsinu eða Þjóðleikhúsinu?
Er þingið of önnum kafið? Eru þingmenn of fáir? Röskleg könnun á þingum nágranna okkar segir okkur að ef sama hlutfall er tekið milli þingmanna og íbúatölu þá erum við fremur vel sett.
Ef sama hlutfall gilti og á Evrópuþinginu (og þar á að fækka á þessu ári) væru íslenskir þingmenn hálfur. Raunar er þeir væru aurar þá væru þeir lækkaðir niður í engann. Miðað við það breska væru þeir þrír til fjórir, það danska tíu og það sænska 12 rausnarlega reiknað.
Ef þingið getur ekki sett landinu stjórnlagaskipan þá er spurning hvort slagorðið um vanhæfa ríkisstjórn eigi við þingið líka? Væri það þá ekki rétt að þessir meðvituðu pólítíkusar sem kalla eftir því að sett verði annað þing við hlið hins víki og viðurkenni vanhæfni sína? Eða mæti á fundi (sjá: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/03/18/thingmenn_maeta_illa/).
ÉG bara spyr...

1 ummæli:

  1. Mer finnst nanast einsog ad Althingi se bara buid ad gefast upp- afskrifum bara sidustu vikur og manudi, leggjum allt og ekkert i thessa nyju kosningabarattu og holdum uti bloggsidum.Thau virdast vera annad hvort algjorlega tynd i thessari vitleysu, eda bara bunad gefast upp- I dont nenn this anymore! Personulega vildi eg frekar ad thau haettu ad blogga og spjalla vid dv og visi.is, og klarudu thetta timabil af eins miklum krafti og thau lofudu. Eg veit ad mikid af storfum thingsins fer fram utan salarins, en thetta er kannski fullgroft!

    Ef nemendur maettu jafn illa thyrfti ad vikja theim ur skola, ef starfsfolk fyrirtaekja - ja eda rikisins letu svona, vaeri vidkomandi latin fara snarlega- enda fullt af folki sem sarvantar vinnu. Hvernig vaeri ad thau faeru ad gera eitthvad i malunum og bjarga theim sem sarvantar vinnu? Thad fykur bara i mig thegar eg les svona frettir!

    SvaraEyða