16.5.09

Is it true?

Nú eru atkvæði að falla í júróvisjón og Yohanna stendur vel - enda stóð hún sig vel, afbragðsvel.
Það er mjög í tísku að nöldra yfir þessari skemmtun og um margt er til í því. Þetta er afskaplega vélrænt og ófrumlegt og allt það.
En hún er samt merkileg.
Hún er merkileg vegna þess að þarna er keppni í mörgum greinum lista. Hvernig er það hægt?
Þetta er fjölþjóðlegt fyrirbæri og heljar Evrópumál. Þetta er mikið tækniundur, gríðarlega skipulagt, gríðarlega skapandi í tækni og kallar á mikla samvinnu milli landa. Þetta er skemmtun sem allir geta fylgst með og haft gaman að en enginn tekur of alvarlega. Og atriðin sem menn setja fram? En það er oft (ekki alltaf) einfalda atriðið sem vinnur.
Þetta eru þrjár stórbrotnar sýningar, það hafa yfir eitt þúsund lög tekið þátt í forkeppnum, á níundu milljón greiða atkvæði, par hundruð milljóna horfa á o.s.frv.
Það er eins og að nöldra yfir veðrinu að kvarta yfir þessu.
Og nú eru atkvæðin komin og silfrið í höfn! Æði! Til hamingju Ísland! Ól björguðu sálinni í fyrra og veitti okkur af núna?
Jóhanna Guðrún var frábær, fáguð, nákvæm og glæsileg. Og það hlýtur að teljast til tíðinda að tvö Norðurlönd toppi keppnina! Við samhryggjumst þó Dönum en erum ánægð með að Hera var í Moskvu með Jóhönnu...

1 ummæli: