4.5.12

...by the makers of...


Það er alveg magnað hvernig heimur fjölbreytni hefur staðlast. Nú er ég mikill alþjóðahyggjusinni en mér finnst globalisminn samt vekja spurningar.
Ég reyni að skýra mál mitt aðeins.
Þegar ég ólst upp og las ævintýrabækur þá var það oft áhersla höfundar að fjölbreytni mannlífs var mikil. Frá einum dal til annars í Noregi (og hér á landi) voru ólíkar mállýskur eða orð notuð með ólíkum hætti. Klæðaburður gat komið upp um stéttarstöðu eða búsetu og eins og George Bernard Shaw lék sér með í Pygmalion ( My fair lady) þá var hægt að staðsetja fólk í Bretlandi af mikilli nákvæmni út frá mállýsku eða framburði.
Slíkt er að hverja því alþjóðavæðingin gerir það svolítð að verkum að verslunarkeðjur að allt staðlast.
Eða kannski fjölmargt staðlast.
Þannig verða til Alveg týpísk Júróvisjonlög.
En kannski fer þó mest í mínar fínustu þegar kvikmyndir og bækur eru auglýstar sem vegna þess að framleiðslan líkist annarri.
Dæmi.
Ég fór á bíómynd á dögunum sem var auglýst sem svo. The Cold Light of Day, - by the makers of Safe House and The Girl With the Dragon Tattoo. Sú síðast nefnda er harla góð, Safe House lakari en þessi síst, - fannst mér. Veit ekki um aðra.
Svo sá ég nýlega tvær sænskar bækur auglýstar vegna þess hve líkar þær væru bókum Larsson.
Myndi ég selja málverk vegna þess að ég málaði alveg eins og Picasso eða Kjarval?
Sem sé.
Það fer í taugarnar mínar fínustu að auglýsa listverk vegna þess að þau séu keimlík öðrum en það er kannski svoleiðis. Er ekki svo að stóru keðjurnar eins og Next, Dressmann o.s.frv. bjóða meira og minna sömu vöruna milli landa?

Smá saga í lokin. Ég sá um daginn myndir af skartgrip sem var til sölu í búð. Verð 2490 kr. Frekar dýrt m.v. gæði, sagði mér kona sem kann á þetta. Búðareigandinn stærði sig af því að hafa flutt þetta inn í ferðatösku, sem þýðir að hann greiddi ekki af þessu innflutningsgjöld. Þegar verðmiðanum var velt við sást að gripurinn hafði kostað, í breskum pundum, 2,40.
Talandi um hrun krónunnar – hvað kostar aftur pundið?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli