22.6.12

Stjórnmál - og svo hættur!

Þessi blessuðu stjornmál.
Nú er ég hættur að fjalla um þau.
Minna mig á lónið við Hvaleyrarvöll, þar sem húsin speglast á kyrrlátum morgni. Allt á hvolfi.
En ég var orðinn svo pirraður að ég tók mér hlé og nú kemur stuttur pistill og svo röð af slíkum um allt aðra hluti!

Sko. Nú síðast var Jóhanna dæmd fyrir að brjóta eigin lög um jafnréttismál...
Steingrímur lét kosningahagsmuni ganga fyrir vegna Vaðlaheiðarganga.
Minnihlutinn kúgaði meirihlutann í þinglokamálinu.
Forsetinn telur sig ofar öllu og geti því tekið mál af þinginu ef honum sýnist svo.
Þingið er búið að tvítapa í þjóðaratkvæðagreiðslu og situr enn.
Fjöldi þingmanna er umboðslaus vegna flokkaflakks.
Og meira að segja Besti flokkurinn féll á hagsmunaprófinu þegar WOW sagði wow...

Ég segi eins og Billy Joel í laginu góða - I can't take it anymore!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli