Mikið er magnað að fylgjast með þessari kosningabaráttu sexmenninganna. Sérlega hvað þau þrjú, sem varla komast á blað, eru keik! Vel gert.
Einhvern veginn óttast ég að sitjandi sitji áfram og þar hlýtur lýðræðið að ráða. En mér finnst tími kominn á karlinn og vil fá nýjan forseta. Þess vegna mun ég kjósa þann sem skást stendur hinna fimm.
En ég verð að segja að það að kvótakóngar, Evrópuandstæðingar, bændur, framsóknar- og sjálfstæðismenn, ritstjórn MBL og virðulegt eldra fólk sem nefndi varla karlinn á nafn í eina tíð, - nema sveija, ætli að treysta á sitjandi, það finnst mér merkilegt.
En svona er áfallahjálpin.
Bendi á kosnningavef DV.
Over and out.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli