13.11.17

Skrýtinn dagur í bíl! - lagfært

Það er oft sagt að Ísland sé land öfganna. Þar skiptist á góð og vond veður, öfgar í náttúrunni (hiti og kuldi, t.d. hverir undir jöklum) og svo framvegis.

Hvað er þá Indland?

Nú þekki ég ekki veðurlagið og náttúruna eingöngu af afspurn. Og annað hef ég eingöngu upplifað á örfáum dögum. En þetta er land öfga á svo margan hátt. Þar ætla ég mest að hugsa um íbúa landsins. Þetta er stórt land. Hátt í þrjár milljónir ferkílómetrar (um 2,6) en Ísland er um 100 þúsund verkílómetrar. Ef við tökum Ísland af flatarmáli Indlands þá eru 2,5 mio ferkílómetrar lands eftir.

Bihar, hérað í Indlandi, er nánast jafnstórt og Ísland, en þar búa yfir 100 milljónir manna.

En meira um þetta síðar.

Við hringdum i hann Rajpindar bílstjóra og hann setti upp 4000 rúpíur fyrir daginn. Akstur og bið. Svo fórum við af stað og ókum sem leið lá að svokölluðu Sai hofi sem var friðsæll staður og fallegur.




 
 
 Að því búnu var farið í Mehrauli en það er fornminjagarður sem sýnir mannvirki frá mógúlatímanum. Þar meðal er há járnsúla um 1600 ára gömul og tíu metra há.

Dúfurnar kunnu vel við sig þarna uppi


Minnti mig á klausturgöng

Hér sést fyrirmynd gotneskrar byggingalistar




Þokan...


picture please

einn að vanda sig

Turninn

Einnig stór turn sem er álíka hár og Hallgrímskirkjan. Hvað voru Íslendingar að byggja á 12. öld?

Garðurinn var fullur af fólki og sérlega skólabörnum sem þyrptust að ÁSM og vildu að hún tæki mynd af þeim eða þeim með sér. Svæðið er skemmtilegt. Aðgangseyrir fyrir útlendinga er 150 kr. (100 rúpíur) en minna fyrir heimafólk. 

 

Svo fórum við og ókum umhverfis Rauða virkið í gömlu Dehli. Það var reist af mógúlunum á 17. öld og var stjórnarsetur þeirra í tvær aldir. Þaðan langaði okkur að komast á markað og stefndum í ótrúlegu umferðarflóði og flækju að Chandee Chawk sem er gamli bæjarhlutinn hér.



 


Skemmst er frá að segja að ég eiginlega forðaði mér og tók ÁSM með mér þegar við vorum búin að vera í skelfilegri mannþröng með ungan mann sem vildi vísa okkur leið og við einfaldlega treystum ekki, auk þess sem vitinn ég var umsetinn sölumönnum og fleira fólki sem lét mig ekki í friði.

Ein af þessum ótrúlegu götumyndum sem maður sér.

Þaðan fórum við og fundum okkur að borða, svo ók hann Rajpindi okkur um borgina og fór með okkur til kryddsala áður en hann skilaði okkur heim.

Þá sameinuðumst við brúðkaupsgestum héðan og þaðan úr heiminum og áttum góða stund.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli