Já og jæja
Steingrímur J er eiginlega búinn að gefa það út.
Kreppan er búin á Íslandi.
Annað en í Evrópu.
Enda kominn tími til!
Fjögur ár í haust!
Opinber starfsmaður eins og ég er náttúrulega jafnvel settur hvort sem er kreppa eða ekki.
Svo ég fór í gögn Hagstofunnar og skattframtölin mín hjá skattur.is.
Frá janúar 2007 til janúar 2012 sýnist mér að neysluvísitölur hafi hækkað um 36% sem þýðir að ég þarf 136.000 kr. til að geta keypt það sama og ég fékk fyrir 100.000 kr. 2007. Og til að þéna 100.000 kall í dag þarf ég um 150 þús. (til að fá 100 þús kall í vasann þegar búið er að draga frá skatta og önnur gjöld).
Lánskjaravísitalan hefur hækkað um 37% sem þýðir að fyrir hvern 100.000 kall sem ég skuldaði 2007 skulda ég (og allir þeir sem skulda) 137.000 kr. í dag.
En þetta er nú allt í lagi því launin hafa hækkað - launavísitalan hefur farið upp um 19%! sem þýðir að fólkk hefur fengið 19 þúsund kall í launahækkun fyrir hvern hundraðþúsundkall sem það var með í laun.
Mín laun hafa hækkað um 9% á sama tíma en ég gleðst með þeim sem fengu meira í prósentvís en ég. Ætli þeim veiti af!
En stoltastur er ég af sköttunum mínum. Ég trúi því að það hafi nú aldeilis reddað Ríkissjóði.
Ég keyri á jeppa þó svo bensínið hafi hækkað.
Svo eru allir neysluskattarnir (tollar, vaskur og allt það) en þegar ég skoða hvað ég fékk í laun frá Ríkissjóði 2007, hvað ég greiddi í skatt og hvað ég átti eftir í samanburði við árið 2011 þá held ég eftir minna af níu prósentum hærri árslaunum mínum 2011 en ég gerði 2007.
Mikið er nú gott að finna að kreppunni er lokið og sjá jafnframt HÉR
Engin ummæli:
Skrifa ummæli