30.4.11

April 30th 2011- Iceland, Hafnarfjörður!

  Started this morning - been at it all day!
If I was a birdie - I'd fly away!
 
Say no more!

29.4.11

Handball and the athmosphere in Kaplakriki

 
This short trailer demonstrates the spirit at FH handball club home venue. You are watching the FH crowd (or most of it), FH are the white shirts and Akureyri are the black ones.
This is from the playofs. Winner takes three. Now its FH 2 and Akureyri 0,
Great supporters the FH crowd.

28.4.11

Skapandi námsmat?

Ég mæli mjög eindregið með því að fólk í skólastarfi lesi Susan M. Brookhart og James Popham.

Popham er sjálfsagt hundrað ára og ritaskrá hans er sjálfsagt engri lík. Eftir að the reign of error hófst í Bandaríkjunum og menn fóru út i NCLB stefnuna tók Popham einarðlega afstöðu gegn þeirri hugsun og hefur skrifað greinar og bækur gegn stöðlun í skólastarfi, stöðlun í námsmati og stöðlun í hugsun. Hann er t.d. þeirrar furðulegu skoðunar að námsmat eigi að vera til að læra af því og að það sé hluti kennslu en ekki einungis til að safna tölum og búa til einkunn. Hann notar t.d. orðið Transformative assessment sem titil á bók sem kom út 2008 og skrifar fasta pistla í EL. Popham er gríðarlega læsilegur penni og er ekkert að skafa af gagnrýni sinni en kemur líka með lausnir og svör, sem virka mjög skynsamlega, a.m.k. á mig.

Brookhart er námsmatssérfræðingur og hefur gefið út bækur m.a. um hvernig námsmat eigi að skila sér til nemenda (Giving effective feedback to your students). Mér finnast hins vegar skrif hennar um hvernig eigi að meta „higher-order thinking skills“ gríðarlega fróðleg.

Í bók um efnið eru kaflaheitin t.d. um að meta greiningu, mat og sköpun (Assessing Analysis, Evaluation, and Creation); Að meta rökhugsun og rökfærslu (Logic and Reasoning); dómgreind (Judgment); lausnarleit (Problem Solving) og loks að meta sköpunargleði og skapandi hugsun (Creativity and Creative Thinking). Og hún gerir þeta vel. Hún útskýrir hvernig svona nálgun breytir því hvers konar verkefni eru lögð fyrir og sýnir dæmi.

Ég mæli með Brookhart og Popham. Eins og annað sem frá ASCD kemur eru rit þeirra ekki einvörðungu gagnrýni heldur einnig lausnir.

Senda eintak til Alþingis?

26.4.11

Zappa?

Ég er nú svo vitlaus að ég náði aldrei Frank Zappa. Reyndi þó nokkrum sinnum. Einhvern veginn heillaði mig hvernig hann setti saman texta, ataðist í samfélaginu, gaf sk*t í alla siðsemi og gerði lög eins og Don‘t eat the yellow snow, My guitar wants to kill your mama o.fl. Alltaf hrifinn af súrealisma.

En ég náði aldrei tónllistinni.

Eitt lag heillaði mig – Bobby Brown goes down. Nóg.

Tek ofan fyrir Zappa sem starfaði í áratugi sem utangarðs-mainstream eitthvað og gaf út tugi hljómplatna.

Ég bara skil þetta ekki.

24.4.11

Af skólum og skólastarfi

Ég man ennþá eftir kennaranum mínum i Melaskóla, þegar hann kvaddi okkur í lok 6. bekkjar með þeim ummælum að við skyldum passa okkur á Bítlunum svo við lentum ekki í fíkniefnum. Við ættum frekar að hlusta á Mozart og Beethoven.
Hún vissi náttúrulega ekki að við vorum fyrir löngu dottin í t.d. Rolling Stones sem voru mun meira psychedelic, svo ekki væri talað um Pink Floyd og Led Zeppelin rétt handan við hornið. Hún vissi líklega ekki að Mozart var fyllibytta og að Beethoven hélt grimmt við nemendur sína.
Mér dettur þetta í hug þegar samkennarar mínir og kollegar í stjórnun, ræða t.d. hvernig megi upræta síma, loka facebook og banna ipod. Og nú er komin ný ógn sem er ipad og margt á leiðinni.
Ef þú ferð á youtube og slærð inn leitarorðið teacher (þess vegna á íslensku – kennari) þá færðu margan fróðleiksmolann um skólastarf. Ef við litum svo á að þeir endurspegli allt skólastarf þá ætti að loka skólum og setja kennarastéttina í fangelsi. En það gera þessi myndbönd reyndar ekki.
Í raun þarf að hugsa þetta upp á nýtt. Við erum ekki að undirbúa nemendur undir fortíðina heldur framtíðina. Kannski við ættum að láta þau kenna okkur (og hvert öðru) á tækin?
Sonardóttir mín verður þriggja ára í sumar. Árið 2026 fer hún milli framhaldsskóla og háskóla/fagnáms ef allt fer vel. Þá verð ég 69 ára. Hvernig á að undirbúa hana? Við vitum varla hvernig næstu ár verða. Gleymum því ekki að elstu skólar, t.d. háskólar á miðöldum, eða skrifaraskólar í Egyptalandi hinu forna, voru í raun að viðhalda samfélagsrammanum. Sú nálgun gildir ekki lengur.
Við getum spurt hvers vegna að læra gömul ljóð? Ef það er einvörðungu til að kunna Frost á Fróni þá er það glatað. Ef það er til að þjálfa hugann, læra hrynjandi, málfar og framsögn kann það að vera gott en kannski gerir Steinn Steinar sama gagn eða Einar Már? Þegar allt kemur til alls eru hendingar eins og „kveður kuldaljóð, Kári í jötunmóð“ o.s.frv. frekar harðar undir tönn. Og hver er þessi Kári?
Ég mæli með að kennarar noti tölvur t.d. innri vefi skóla en kannski ætti líka að nota Facebook til að koma skilaboðum til þeirra? Ég meina – það er tölvupóstur, sms, facebook, twitter, heimasíður, blogg, skjáir í skólanum, innri net,... Hvernig er ekki hægt að ná til þeirra?
Þau geta notað símana til að safna ljósmyndaefni eða lifandi myndefni og skrifað um það. Þau geta tekið upp viðtöl, þess vegna búið til stuttmyndir með símanum.
Sem sé þegar allt er skoðað eru skemmtilegir valkostir óendanlegir. Hvers vegna ekki að nýta þá? Hvernig er ekki hægt að gera skólastarf skemmtilegt? Að vitaskuld hefur nemandinn allt í hendi sér – hann getur slökkt á mótttökunni.
Við þurfum bara að muna að tæknin snýst um fólk ekki öfugt og að Power point þýðir „lots of power, no point...“

Ps. Í nýlegu Educational Leadership er mikið af áþreifanlegum lausnum í þessa veru! EL, febrúar 2011 (vol. 68, nr.5).

22.4.11

Birds - what a lovely creation

I sometimes wonder about the humour nature has - or is it God?
Here I am, the one of natures creations, having developed from a handful of people living in Tanzania some hundreds of thousands of years ago and sometimes I whish I could fly as a bird. be free to wander the earth by my wings! Well maybe not that strongly. Then you see something like this picture!
The other day, driving around the countryside, we saw something like this, hundreds, if not thousands of geese just arrived from Britain. And why? They flew all this way to make nests, lay and hatch eggs, bring up their young and go back to the UK.
So how free is a bird? More pictures here and here.
At this time of year 77 types of birds start nesting and so heavy snow, just as the geese arrived, is not what they need. These are Icelandic regulars. All in all the birdlist counts 373 types.
They have huge responsibilities and make an effort to survive.
I am also impressed by their obligation.

21.4.11

Gleðilegt sumar!

Skv. kristinni trú er skírdagur en skv. þjóðtrú er sumardagurinn fyrsti!
Það frusu saman sumar og vetur skv. Mogga (sjá Storminn í DV) svo vonandi fer umhleypingum að ljúka!
Gleðilegt sumar!

20.4.11

Heimurinn er þversagnakennd skepna.

Á tímum aukinnar menntunar og í raun velmegunar síðustu ára 20. aldar og upphafs þeirrar 21. streymdi á markað allskonar hindurvitnaefni. Margt afar góð afþreying. Harry Potter mun hafa ýtt undir lestur meira en nokkrir tilburðir skólakerfa. Hringadróttinn, Matrix, Stardust o.s.frv.
Á sama tíma hefur alþjóðavæðingin streymt yfir heiminn, til góðs eða ills. Við Íslendingar höfum tekið því fagnandi og bæði innbyrt erlenda strauma sem hafa umturnað samfélagi okkar og bætt það auk þess að koma okkur fyrir á erlendum vettvangi. Erlend vörumerki í fatnaði, mat og afþreyingu (Next, Elko, Ikea, Taco bell, Dominos, Paintball, Lazertag). Íslensk útflutningsvara (Eve online, Helgi Tómasson, Erró, Björk). Við stigum hikandi inn í EES og skuldbundum okkur til að lúta lagabákni ES, en afþökkuðum að fá að vera með í að móta það.
Síðan þegar skórinn kreppir að snúast mörg ríki til varnar. Það fer t.d. um mann þegar fréttir berast frá landi eins og Finnlandi um að stjórnmálaaflið Sannir Finnar hafi sigrað í kosningum. Hvað gerir Finna sérstaka? Jú, þeir eru svolítið eins og við. Tala t.d. mjög lokað tungumál. Hafa mátt standa enn harðari vörð en við um sjálfstæði sitt í aldanna rás og þar með menningu.
En hvað eiga Sannir Finnar við þegar þeir vilja taka harðar á málefnum innflytjenda? Ætla þeir að kalla heim Finna sem eru erlendis eða er þetta þessi dæmigerði einangrunarrasismi sem bara virkar í aðra áttina? Þá vekur athygli að þeir vilji ekki taka þátt í að styðja ríki ES í vanda. Það er nú þannig að finnska kreppan sem varð um 1990 er nánast fræðilegt heiti um ríki sem fór í vaskinn. Hví markaðssetja þeir ekki það hvernig ekki á að leysa slíkan vanda?
Finnar eru gott dæmi fyrir okkur því við erum svolítið eins og þeir. Höldum að við séum ein á brautinni og aðrir bílar séu bara hraðahindranir til að komast yfir. En nú er allt í lagi. Við búin að fella Ísseif og forsetinn þjóðhetja og þetta verður allt í lagi samt...
Og er það framtíðarvon okkar Íslendinga? Að vera með ráðherra í heimsreisum til að sannfæra banka og matsfyrirtæki um að allt sé í dandílagi? Hversu sannfærandi er það að hafa Steingrím hinum megin við borðið að selja svoleiðis?
Já, en Steingrímur, eru kjarasamningar ekki í uppnámi? Já, en Steingrímur sagðir þú ekki fyrir 9. apríl að allt væri í uppnámi ef Icesave yrði fellt? Já, en Steingrímur, er nokkuð að marka þjóð sem er með umsókn hjá ES sem hún vill draga til baka? Já, en Steingrímur er eitthvað að marka samfélag þar sem stjórnarskráin er bara djók, forsetinn virkar valdafíkinn, ríkisstjórnin fullkomlega klofin um öll mál, (nema það að vera í ríkisstjórn), to name but a few sillyfactors?
En þetta er allt í lagi. Hún Jóhanna segir það!

18.4.11

I´m dreaming of a white...

Iceland is a strange place. I was at Flúðir in Iceland in March (March 10th of 2011) and took this picture!
Beautiful weather, snow on the ground, -10°C, windy.
But OK for March.
Then about four weeks ago I decided that Spring was here. And some weeks ago the migratory birds started coming and yes Spring must be here!
Since then we have had wind and rain and hail and snow (but not frost) and more bad weather.
This weekend we went again to Flúðir. We had a wonderful meal at Hótel Flúðir (one I highly recommend) and the weather wasn't nice but OK. Sunday we had a drive and walk - weather nice - and Monday morning we rose to this (see pictures of car). 



 





 I still think Spring is here, I still think Spring is here, I still think Spring is here, I still think Spring is here, I still think Spring is here, I still think Spring is here, I still think Spring is here, I still think Spring is here, I still think Spring is here, I still think Spring is here, I still think Spring is here, I still think Spring is here, I still think Spring is here, I still think Spring is here, I still think Spring is here, I still think Spring is here,

10.4.11

Ljóð

Hvert nú skyldi liggja leið,
lífsins daga og nætur?
Er það örskots renni reið?
Rýkur burtu æviskeið?
Hlaup, svo ekki hafa undan fætur?

Eða er það ljúflingslag,
lífsins daga og nætur?
Sígur fram hvern djarfan dag?
Drífur áfram sálarbrag?
Alltaf standa fast í báða fætur?
(MÞ 4/2011)

9.4.11

Verður maður ekki að blogga í dag?

I save - you save - we all save for Icesave kom upp í huga minn einhverntíma. Þetta er vitaskuld afbökun af I scream - you scream - we all scream for icecream.

Í dag eru kosningar um allt land og í hverju koti. Og veðrið undirstrikar leiðindin sem þessu tengjast. Brjálað veður. Maður á að merkja við já eða nei. Önnur niðurstaðan þýðir skv. því sem ég fæ best séð að við séum hengd en hin að við séum skotin. Bergur Ebbi lýsir þessu vel.

Það versta er að ef ég segi já þá finnst mér ég vera að standa með þeim sem öðru frekar voru valdar eða beinir aðilar að bankahrunssukkinu. Og þá mislíkar mér hvernig Vilhjálmur Egilsson hefur í hótunum við þjóðina. Þannig að hérna megin línunnar er fjöldi manna sem mér er illa við að samsama  mig við.

Ekki skánar það handan línunnar því þar eru allskonar sjónarmið sem mér er illa við. Þar fara verst í mig þau sjónarmið sem mér finnast liggja nærri þjóðrembu, einangrunarhyggju og afskaplega ómálefnalegum málflutningi. Svo ekki sé talað um það hugarfar að ekkert skapi hér verðmæti nema sjávarútvegur, að allir opinberir starfsmenn séu afætur, að bókvit verði ekki reitt í þverpokum, að enginn sé maður nema mígi í saltan sjó (og væntanlegar með hendur í köldu vatni á sama tíma).

Það allra versta er hvernig allir aðilar beita hótunum og hræðsluáróðri. Ekki bara í þessu máli.
Evrópuandstæðingar halda því fram að með aðild tapist fullveldi, sjálfsákvörðunarréttur, auðlindir og þjóðerni líka. Skyldu Spánverjar, Bretar, Frakkar og allir hinir vita þetta?
Í Mogga í gær var maður að halda því fram að aðalmál finnsku kosninganna 17/4 myndu snúast um afnám Evru og úrsögn úr EB. Hverjir knýja það áfram? Sannir Finnar sem eru nánast þjóðernissinnar með 4% fylgi..
.
Þegar hér var gengið til atkvæða um stærra álver átti Hafnarfjörður að leggjast af og álverið að loka.
Þegar Kárahnjúka/álversumræðan stóð sem hæst var hætta á að Austurland leggðist í auðn ef...

Mér mislíkar hótandi málflutningur því hann stendur lýðræði og málefnalegri umræðu fyrir þrifum. Mér mislíkar þegar fólk sem verður undir í atkvæðagreiðslu neitar að virða hana (kallað Liljuatlasyndrómið hér með). Og mér mislíkar sú trú manna að Ísland sé eitthvað spes. Nema menn eigi við það að ekki sé hægt að fara eftir reglum, láta sömu lögmál gilda hér og annars staðar og ekki síst að halda það að loftslagskvóti sé veiðikvóti sem fullnýta þarf.
Ég er Evrópusinni og þetta er hún flotta frænka mín sem gott er að hlusta á (heitir raunar Sigrún Ingibjörg) og þetta sýnir að Bergur Ebbi er ekki bara djókari. Það er von í ungu velmenntuðu fólki!

4.4.11

Food for thought

Ubi amor, ibi oculus - Where love is, there is insight

Ubi bene, ibi patria - Where you feel good, there is your home

Ubi concordia, ibi victoria - Where is the unity, there is the victory. (Publius Syrus)

Ubi dubium ibi libertas - Where there is doubt, there is freedom

...Ubi est mea anaticula cumminosa? - Where is my rubber ducky?

3.4.11

Special?

Well it has been a tradition for a long time that once you are inside Althingi you can change sides, but hold your seat. Ásgeir Ásgeirsson, later president, did this. Steingrímur J. Sigfússon did this.And so on. So its accepted.

I, the nag, however am a sceptic. Sometimes people change parties because there is some kind of change in the air. Hannibal Valdimarsson changed parties a lot but they were alll different formations of a Social democratic party that kept changing names,

Its when people change parties because they do not accept the democratic situation. Jóhanna Sigurðardóttir went awhol after losing the vote for chairman in the SDP and formed a new - SDP  - party.

In the present Althingi there are 6 MPs that have lost their parties. That is ten percent! Throughout the years its been one or two per session. Six are a party.

The first one since the last election was Þráinn Bertelsson who left the Civic movement - a new party, fighting against the corrupted etc system. The MP left the party as he lost confidence with his fellows, sat as an indipendant and then joined the Left greens. Now lets speculate. Did the people voting for the Civic movement, giving him a seat, whish to support the Left greens? I think not - so he should have stood down and left his seat for the next person on the Civic's list.

Shortly after that the remainder of the civic's parliamentary party left the civics political party...

So MPs that are constantly in the media going on about right and wrong, crime and punishment, democracy etc. leave their party, their voters, but hold their seats?

Give me a break!

And now two more of the righteous people decide to leave the Left greens parliamentary party but stay in the political party and not support the government. Why? They lost a vote...

The problem of the Left green is that there is still one MP on the shaky side and probably two ministers.

So me asks - whom are the representatives representing and how can we take the righteous people seriously when they treat democracy as a personal thing?

2.4.11

More Demos crazy

I recently had a long chat with a collegue about democracy. He was very concerned about the way that righteous truthfinders seem to bypass all laws of democracy because they are so right. And on my way from him I started to go through whatever evidence there might be.
And my friend being an educated careful man - he certainly has a case.
When we went through the collapse of 2008 we had been partying a great deal. We had also allowed corruption in politics and business. This was dealt with in the report by Althingi. I have actually been wondering if it some bizarre humour that this investigation is called SIC.
So conclusions were drawn. We need to go by the law, follow some ethics and fiind the culprits.
For some strange reasons Althingi split into the bad guys and the good guys. The good guys bascally being the Left Greens and the new Civic movement. Desperately trying to clean his act the president needed points to.
I shall not try to go through the bad bunch but... what about the good guys?

We have a democacy. Its representative. It means that we select people to govern. In a society like the Society for people with Parkinsons or Psoriasis or the Teachers union or the town council. We get someone to stand, we debate and deliberate and then we vote. Of course I go by the majority rule so if my guy or gal loses I stand by the winner. Worst things are when one union had a vote (VR), had seven people standing for chairman and less then 20% coming out for the vote...

Of course I can leave a club or a union but I cannot leave a society and still live there can I?

So democracy is the decision made by the majority and the more the merrier. That is the bigger the turnout, the better the debate, the better the decision. So it is obviously a very strange rule that a president can veto or deny a ruling made by althingi as altingi is voted by representation. It is even more strange when two thirds of althingi made that decision. And quite bizarre when the same president talks about the general public holding the legislative powers. (Montesquieu where are you?) So we vote for parliament where the MPs debate and deliberate on an issue and then one man can turn over their decision and hand it back to the people to vote on it? And this is not a vote on whether we trust Althingi?
Now I am not taking sides on Icesave but...

Another such issue is the question of who holds a seat in Althingi?
In the UK MPs are elected individually, as are senators in the USA. In Iceland we put forward a list of people standing for a party in a constituency. Say 10 seats available, each party gets representatives proportional to the vote (20% two seats and so on). So in Iceland we may be looking at popular individuals but se are voting for a political party. Therefore many of us see the seat belonging to a party. So if I leave the party I should leave the seat.
Well we are special (to be continued)